Kolbrún Magnúsdóttir
Markþjálfi og mannauðsráðgjafi
Framkvæmdarstjóri og stofnandi Hugarþols,
Ég hefur lokið grunn- og framhaldsnámi í markþjálfun og er með ACC vottun frá ICF (international coach federation), MSc í mannauðsstjórnun, BSc í viðskiptafræði.
Ég bý yfir mikilli þekkingu og reynslu á markþjálfun, mannauðs – og fræðslumálum og að veita stjórnendum ráðgjöf og handleiðslu í mannauðsmálum.
Mín ástríða liggur í öllu þessu mannlega að vinna með fólki og sjá færni þeirra og þekkingu eflast bæði í lífi þeirra og starfi, með markþjálfun og að skapa verkfæri sem stjórnendur og starfsfólk geta stuðst við í sínu starfi sem styður við þeirra vöxt, fagleg vinnubrögð, aukið öryggi í verkefnum og sem gerir árangur mælanlegan.
Ég elska að læra og bæta við þekkingu mína og visku, þessa stundina er ég í 200 klst yogakennaranámi hjá yoga shala, einnig hef ég mikinn áhuga á lestri góðra bóka, stunda hreyfingu úti í nátturunni eins og golf, skíði og aðra hreyfingu sem nærir líkama, huga og sál.
Hugarþol
Raunverulegur árangur hefst hjá okkur sjálfum
Hugarþol er seigla okkar til að standast áföll, takast á við erfiðar og krefjandi aðstæður þar sem við erum tilbúin að leita lausna í stað þess að gefast upp. Það er hæfni okkar til að viðhalda jákvæðri hugsun og drifkraftinum sem býr innra með okkur til að ná markmiðum okkar.
Hugarþol tengist einnig hæfni okkar til að hafa stjórn á eigin tilfinningum og viðhalda jákvæðri lífsýn, við höfum gott sjálfstraust sem endurspeglast í því að við treystum á okkur sjálf og stöndum við það sem við segjumst ætla að gera, við búum yfir góðri samskiptahæfni og eigum auðvelt með að sýna öðrum samúð og skilning.